Tenglar

22. mars 2009 |

Stefnt að því að Baldur sigli tvö ár enn

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

Stefnt er að því að framlengja ríkissamning um áætlunarsiglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs fram í maí 2011, eftir því sem kom fram í máli Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á Alþingi. Herdís Þórðardóttir alþingismaður lagði fram fyrirspurn til ráðherra um mögulega framlengingu á samningnum. Fram kom í máli hennar að niðurgreiðslur ríkisins samkvæmt samningi leggist af í lok þessa árs og Vegagerðin hafi ekki bolmagn til að framlengja samninginn þrátt fyrir tafir á vegagerð. Rökin fyrir því að leggja af ríkisstyrktar siglingar yfir Breiðafjörð voru þau, að umfangsmiklar samgöngubætur kæmu í staðinn. Vegagerð á kaflanum frá Þverá í Kjálkafirði í Vatnsfjörð lýkur hins vegar ekki fyrr en seint á næsta ári.

 

Þetta kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða fyrir helgina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31