Tenglar

23. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Stefnt að því að húsið verði fokhelt í næsta mánuði

Hafliði, Eiríkur og Kári við rísandi hús Íslenska saltfélagsins ehf.
Hafliði, Eiríkur og Kári við rísandi hús Íslenska saltfélagsins ehf.
1 af 3

„Við höfum verið heppnir með veður og þetta hefur gengið ágætlega“, segir Eiríkur Kristjánsson húsasmíðameistari á Reykhólum, en þessa dagana er verið að reisa límtrésgrindina að húsi Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn. „Við stefnum á að klára núna í vikunni að reisa grindina og setja þakið á, þó að það velti auðvitað eitthvað á veðri. Síðan er stefnt að því að húsið verði orðið fokhelt núna í febrúar.“

 

Efnið í burðarvirkið kom á staðinn í fyrradag og þá eftir hádegið var hafist handa. Efnið í þakið og veggina kom í gær, þannig að allt er komið sem tilheyrir límtrésvinnunni. Húsið verður 540 fermetrar á steyptum grunni. Vinnan við grunninn hófst í byrjun desember.

 

Eiríkur er meistari að húsinu en þessa dagana eru til aðstoðar sérfræðingar í límtrésbyggingum, Kári Arnórsson byggingaverktaki í Reykjavík (eiginkona hans er reyndar upprunnin í Reykhólasveit) og tveir menn með honum.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í dag. Á fyrstu myndinni eru fremst f.v. hinn rammbreiðfirski húsasmiður og skipasmíðameistari Hafliði Aðalsteinsson, síðan Eiríkur Kristjánsson og Kári Arnórsson, en í kranahúsinu má grilla í Guðlaug Theodórsson á Reykhólum.

 

Sjá nánar:

► 04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin

► 18.12.2012 Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31