„Stefnum nú að baráttufundi í byrjun næsta árs“
„Flest okkar hafa ýmsar hugmyndir um ónotuð atvinnutækifæri", segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) í opnu bréfi til sveitunga sinna. „Nú þurfum við að standa saman", segir hann enn fremur. „Dusta rykið af gömlum hugmyndum og finna nýjar. Hætta að gera grín að nágrannanum fyrir vitleysuna. Allar hugmyndir þarf að skoða. Við eigum hér félag, Reisn, sem ætlað var til uppbyggingar í hreppnum. Stefnum nú að baráttufundi í byrjun næsta árs með ferskar hugmyndir og styðjum hvert annað."
Bréfið í heild er að finna hér og undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.
Sjá einnig:
Bjarni Ólafsson, fimmtudagur 13 nvember kl: 14:36
Ég og Ólafur bróðir minn sem byrjum morguninn yfirleitt með kaffibolla og að opna Reykhólavefinn til að fylgjast með fréttum úr sveitinni okkar og því sem þar er helst að gerast. Það gladdi okkur því mjög svo að lesa bréf Dalla frá Múla. Við erum hjartanlega sammála honum um að nú þurfa allir að standa saman og virkja allar góðar hugmyndir til að komast út úr þessu svartnætti sem búið er að koma okkur í, með gengdarlausri óráðsíu og spillingu. Gangi ykkur alltaf sem best og við höldum áfram að fylgjast með á þessum svo reglulega skemmtilega og vel útfærða Reykholavef.
Bestu kevðjur,
Bjarni frá Króksfjarðarnesi