18. janúar 2010 |
Stefnumót við konur hjá Atvest
Ráðstefna undir heitinu Stefnumót við konur verður haldin á Ísafirði 20. febrúar, en þar verður leitað leiða til að efla vestfirskar konur til atvinnusköpunar. Þessi ráðstefna er hluti af starfi Fagráðs Atvest um konur og atvinnulíf á Vestfjörðum, sem starfað hefur síðan í haust. Í fagráðinu eiga sæti þær Birna Lárusdóttir (formaður bæjarráðs í Ísafjarðarbæ), Berglind Hallgrímsdóttir (Nýsköpunarmiðstöð Íslands), Guðfinna Bjarnadóttir (fyrrverandi rektor og alþingismaður), Inga Karlsdóttir (útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði) og Þóranna Jónsdóttir (Auður Capital).
Upplýsingar um verkefnið og ráðstefnuna gefur Ásgerður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 862 2617 eða netfanginu asgerdur@atvest.is.