8. mars 2012 |
Steinar í Álftalandi og stararnir hermiglöðu
Umsjónarfólk þáttarins Í bítið á Bylgjunni hringdi í morgun í Steinar Pálmason í Álftalandi á Reykhólum og ræddi við hann um starann, furðufuglinn þann (ýmist kallaður stari eða starri). Eitt af sérkennum hans er frábær hermigáfa. Þannig hafa menn talið sig heyra í lóu og fleiri farfuglum undanfarið en þar eru starar væntanlega að æfa móttökuræður. Viðtalið við Steinar má heyra hér.
► Vísindavefurinn: Hvernig á að losna við staravarp?