Tenglar

21. ágúst 2012 |

Steini Vald vill selja allt sitt á Reykhólum

„Já, allt mitt hér á Reykhólum er til sölu ef viðunandi verð fæst“, segir Aðalsteinn Valdimarsson, betur þekktur sem Steini Vald. Þarna er um að ræða sérbýlið hans við Maríutröð, bátinn, verkstæðisgám ásamt öllum verkfærum, tjaldvagn og tveggja hásinga flatvagn.

 

Litla íbúðarhúsið hans Steina er sambyggt við skrifstofur Reykhólahrepps. Það er kringum fimmtíu fermetra stórt - svefnherbergi, bað, stofa með eldhúskrók og bíslag með þvottavélarkrók. Til greina kemur að allt innbúið fylgi.

 

Báturinn Hafdís er tæplega sex metra langur, nýlega uppgerður að öllu leyti og mjög lítið notaður eftir það.

 

Gámurinn er innréttaður sem trésmíðaverkstæði og fylgir honum allt sem í honum er, margvísleg verkfæri og annað.

 

Tjaldvagninn var ekki á staðnum í dag þegar myndirnar voru teknar og ekki flatvagninn heldur. Þeir eru báðir niðri í prestsfjárhúsunum á Reykhólum.

 

Aðalsteini er alveg sama hvort hann selur allt sem upp er talið í einum pakka eða hvað fyrir sig. Hann gefur nánari upplýsingar í síma 899 5047.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

  • Enn skal tekið fram, að Reykhólavefurinn tekur til birtingar (án endurgjalds) auglýsingar og tilkynningar sem varða heimafólk og heimahérað. Ofangreint er dæmi um slíkt. Þetta gildir ekki um auglýsingar í atvinnuskyni fyrir fólk eða fyrirtæki án sérstakra tengsla við Reykhólahrepp.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30