Tenglar

7. júní 2015 |

Steinninn sem pabbi lagaði til

... þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri.
... þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri.

Segja má að þessi steinn sé í raun listaverk eftir Svein heitinn Guðmundsson bónda og kennara á Miðhúsum í Reykhólasveit. Svipmótið tekur hægfara breytingum þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri. Þannig má segja að hér sé tönn tímans ekki harðsækin, heldur þvert á móti, þegar viðfang hennar mýkist og verður blíðlátara með árunum. Steinninn er í garðinum við Miðhús og birti Þrymur Sveinsson þessa mynd á Facebook-síðu sinni með yfirskriftinni Steinninn sem pabbi lagaði til.

 

Beðinn um nánari upplýsingar segir Þrymur:

 

Götin hjó hann til með öxi. Steininn fann pabbi úti í Barmalöndum, í einni eyjunni sem er auðug af sérkennilegum steinmyndunum. Hann kom honum um borð í bátinn sem hér var og hét Elliði og heim fór hann í garðinn norðanverðan. Ég man að hann talaði um með töluverðu stolti að þetta hefði ekki verið létt verk, en með sameiginlegu átaki heimilisfólksins var þetta hægt. Þetta hefur verið á árunum 1963-1968 sem steinninn kom hingað heim.

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, sunnudagur 07 jn kl: 13:14

Þakka þér kærlega fyrir þessa óvæntu og skemmtilegu grein.

Hlynur Þór Magnússon, sunnudagur 07 jn kl: 21:16

Mitt er að þakka, en ekki þitt af þessu tilefni, kæri gamli góði nemandi, Þrymur Sveinsson. Sveinn á Miðhúsum, ekki aðeins bóndi og kennari heldur líka einhver ötulasti fréttaritari Morgunblaðsins fyrr og síðar, hér í sveit um langan aldur, og þar með ómetanlegur skrásetjari viðburða, er einn af þeim mönnum sem ég met allra mest. Ekki aðeins vegna verka hans, heldur alls ekki síður af einstaklega góðri viðkynningu og ljúfu samstarfi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30