Steinunn Rasmus íbúi ársins í Reykhólahreppi
Íbúi ársins var útnefndur á Reykhóladögum, eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var Steinunn Ólafía Rasmus kosin. Steinunn, eða Steina eins og flestir kalla hana, hefur verið kennari við Reykhólaskóla undanfarin 35 ár og átt afar farsælan starfsferil, en hún hefur nú látið af störfum.
Steina á uppruna á Reykhólum, dóttir Hrefnu Þórarinsdóttur og Hendriks Rasmus, en Hrefna var dóttir Steinunnar Hjálmarsdóttur sem bjó um áratuga skeið á Reykhólum ásamt manni sínum Tómasi Sigurgeirssyni.
Steina hefur sagt frá því að þegar hún fluttist að Reykhólum, nýráðin kennari, kom yfir hana sú tilfinning að nú væri hún komin heim.
Það er óhætt að segja að hún er ákaflega vel komin að þessari útnefningu, -eins og raunar öll sem hana hafa hlotið- og eru henni færðar innilegustu hamingjuóskir og þakkir fyrir frábær störf.
Pétur Bjarnason, mnudagur 27 jl kl: 09:33
Hamingjuóskir með Steinunni sem ég þakka gott samstarf á liðnum tímum. Hún er vel að þessum heiðri komin.