Tenglar

4. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Stella í orlofi á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Stellu í orlofi næstkomandi föstudag.

 

Stella er Íslendingum að góðu kunn, flest kunnum við fjölmarga frasa úr myndinni utanbókar enda er kvikmyndin samofin þjóðarsálinni. Gunnar Gunnsteinsson og Leikfélag Hólmavíkur hafa nú gert leikgerð fyrir svið eftir kvikmyndahandriti Guðnýjar Halldórsdóttur en Gunnar leikstýrir einmitt sýningunni.

 

Sýningin er afrakstur samstarfs Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík, leikrarar og aðstandendur sýningarinnar eru því á öllum aldri auk þess sem ungmenni sjá um lifandi tónlistarflutning.

 

Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík 6. og 7. Mars, 2., 5. og 13. apríl en janframt verður farið í leikferð á Hvammstanga þann 28. mars.

 

Við lofum mikilli gleðisprengju.

Free entrance for those who do not speak Icelandic.

Myndir, Leikfélag Hólmavíkur/ Bragi Þór Valsson.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2023 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31