1. september 2016 | Umsjón
Stígamót með kynningarfund á Hólmavík
Grasrótarsamtökin Stígamót bjóða til opins fundar kl. 17.15 á mánudag, 5. september, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu). Samtökin munu í vetur bjóða ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. Það gagnast ef til vill ekki vel fyrir Dala-, Stranda- og Reykhólasveitunga, en þar sem við erum á leið á Ísafjörð að kynna þjónustuna langar okkur að bjóða upp á kynningu líka á Hólmavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir enn fremur:
Við munum segja frá þjónustu Stígamóta og hvernig kynferðisofbeldi lítur út frá okkar sjónarhóli og hvað gera má til þess að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir ofbeldi.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Starfsfólk Stígamóta.