Tenglar

13. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Stiklur úr ævi Halldóru frá Gröf

Guðmundur og Halldóra.
Guðmundur og Halldóra.

Halldóra Guðjónsdóttir, sem jafnan var kennd við Gröf í Þorskafirði, var í dag jarðsungin og jarðsett á Reykhólum. Halldóra fæddist á Litlu-Brekku í Geiradal 12. desember 1916 og var því á 97. aldursári þegar hún lést þann 4. júlí. Guðmund Sveinsson mann sinn missti hún fyrir liðlega tveimur árum eftir sambúð í tvo þriðju aldar.

 

Foreldrar Halldóru voru Guðrún Magnúsdóttir og Guðjón Jónsson, bændur á Litlu-Brekku. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf en var þó öllu meira í útiverkum.

 

Þegar Halldóra var um tvítugt brugðu foreldrar hennar búi og fór hún þá í vinnu í öðrum landshlutum næstu árin, í Borgarfirði, á Seyðisfirði og í Reykjavík. Árið 1941 eða þar um bil fluttist hún aftur á heimaslóðir og var síðan búsett þar alla tíð. Halldóra var á Miðjanesi í fjögur ár, önnur fjögur ár í Borg og eftir það í Gröf í Gufudalssveit (Gröf í Þorskafirði) frá 1952. Þar átti hún síðan lögheimili allt til æviloka.

 

Maður Halldóru var Guðmundur Sveinsson frá Hofsstöðum í Reykhólasveit, Mundi í Gröf eins og hann var löngum kallaður. Trúlofunardagur þeirra var 14. nóvember 1943. Þau giftust ekki en sambúðin stóð í 67 ár eða tvo þriðju hluta aldar. Saman eignuðust þau tvö börn en fyrir átti Halldóra tvö. Barnabörnin urðu níu og barnabarnabörnin eru orðin tíu. Þannig eru afkomendurnir orðnir 23 (bráðum 24).

 

Þann 14. nóvember 2004 eða daginn þegar 61 ár var liðið frá trúlofun þeirra Halldóru og Guðmundar fluttust þau á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum og bjuggu þar síðan.

 

Sjá einnig:

Nokkur æviatriði Munda í Gröf

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, laugardagur 13 jl kl: 17:53

Yndislegt fólk, Dóra og Mundi, man hvað það var gaman að kjafta við Munda í smóknum, Vil votta aðstandendum samúð mína
Kveðja
Björk Stefánsd.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31