Tenglar

22. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Stjórn FV: Óásættanlegt að tefja málið

Steypubíll á þjóðveginum á leið upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit núna í sumar (skjáskot úr frétt á Stöð 2).
Steypubíll á þjóðveginum á leið upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit núna í sumar (skjáskot úr frétt á Stöð 2).

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir því til stjórnvalda að ljúka án frekari tafa undirbúningi og ákvarðanatöku svo hægt sé að hefja lagningu nýs láglendisvegar um Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60). Stjórn Fjórðungssambandsins telur í þeim efnum algjörlega óásættanlegt að tefja málið með því að kæra það til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þessi framkvæmd er grundvallaratriði fyrir öryggi vegfarenda og eflingu byggðar á Vestfjörðum og má ekki dragast meira en þegar er raunin.

 

Þannig hefst ályktun sem stjórn Fjórðungssambandsins samþykkti á fundi sínum í fyrradag vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir svar Skipulagsstofnunar við erindi Vegagerðarinnar um tillögu að matsáætlun vegna vegaframkvæmda á Vestfjarðavegi 60 í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Þar segir einnig:

 

Sú óvissa sem uppi hefur verið um framkvæmdina síðustu árin er óþolandi, rétt eins og sú staðreynd, að Vestfirðingar njóta enn ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að byggðir séu tengdar saman og við hringveginn með nútímalegum heilsársvegum. Það er krafa Vestfirðinga að það muni ekki bitna á öðrum nauðsynlegum samgönguverkefnum á Vestfjörðum, ef verkefnið verður kostnaðarsamara en að hefur verið stefnt hingað til.

 

Sjá einnig:

13.09.2014 Óskað eftir fundi um vegamál í Gufudalssveit (þar er tengill á umrætt svar Skipulagsstofnunar).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31