Tenglar

27. september 2011 |

Stjórn FV: Ráðherra leiti áfram nýrra lausna

Ráðherra á opna fundinum í Bjarkalundi í Reykhólasveit 19. september.
Ráðherra á opna fundinum í Bjarkalundi í Reykhólasveit 19. september.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) hvetur ráðherra samgöngumála að leita áfram nýrra lausna sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans. Stjórnin bendir á, að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs ráðherrans kalli á gerð nýs umhverfismats og/eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Stjórn FV skorar því á ráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.

 

Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi stjórnar FV í dag.

 

Þar er einnig minnt á, að Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkti í byrjun þessa mánaðar að samgöngumál yrðu forgangsverkefni í sóknaráætlun landshlutans. Jafnframt lýsti þingið ánægju með þá ákvörðun ráðherra að kalla til samráðsvettvang, þar sem skoðaðar væru með opnum huga lausnir í vali á vegstæði Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit.

 

Niðurstaða ráðherra þar sem valin var leið um Ódrjúgháls og Hjallaháls og kynnt á fundi samráðsvettvangs 9. september „olli því miklum vonbrigðum, enda svarar hún ekki ákalli íbúa um láglendisveg. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar því samþykkt Fjórðungsþinga Vestfirðinga um stefnumörkun vestfirskra sveitarstjórna í samgöngumálum landshlutans, stefnumörkun sem endurspeglar vilja íbúa á Vestfjörðum“, segir í ályktuninni í dag.

 

Á meðfylgjandi mynd er Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála á opnum fundi í Bjarkalundi í Reykhólahreppi 19. september þar sem hann rökstuddi áform sín um hálsaleiðina svokölluðu og hlýddi á röksemdir, andmæli og tillögur fundargesta varðandi málið. Fundurinn var mjög fjölmennur. Um eða yfir sjötíu manns sátu hann og voru umræður einbeittar og hreinskiptnar. Daginn eftir hélt ráðherra annan opinn fund á Patreksfirði í sama skyni.

 

20.09.2011  Fundurinn í Bjarkalundi: Ráðherra lokar ekki á neitt

09.09.2011  Úrskurður varðandi vegamálin: Sama leið áfram

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31