Stjórn Fjórðungssambandsins óbreytt að mestu
Anna Guðrún Edvardsdóttir í Bolungarvík var endurkjörin formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Fjórðungsþinginu sem lauk á Reykhólum nú síðdegis. Aðrir í stjórn voru einnig endurkjörnir nema hvað Birna Lárusdóttir á Ísafirði kemur inn í staðinn fyrir Inga Þór Ágústsson á Ísafirði, sem baðst undan kjöri vegna fjarvistar við nám. Stjórnina skipa því, auk Önnu, þau Ari Hafliðason á Patreksfirði, Birna Lárusdóttir og Sigurður Pétursson á Ísafirði og Valdemar Guðmundsson á Hólmavík. Meðal varamanna er Egill Sigurgeirsson á Reykhólum. Kosningar fara fram annað hvert ár en Fjórðungsþing er haldið á hverju ári.
Á myndinni eru þrír af fimm stjórnarmönnum Fjórðungssambands Vestfirðinga að loknu stjórnarkjöri fyrir utan íþróttahúsið á Reykhólum ásamt Aðalsteini Óskarssyni framkvæmdastjóra sambandsins. Þarna vantar þá Ara Hafliðason sem gat ekki sótt þingið og Sigurð Pétursson sem sat það aðeins fyrri daginn.
Minnt skal á svipmyndir frá fyrri degi Fjórðungsþingsins undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Fjórðungsþing 05.09.2008 í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.