Tenglar

26. nóvember 2008 |

„Stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina“

Jón á Kirkjubóli.
Jón á Kirkjubóli.
1 af 2

Eins og fram kemur í fréttinni hér á undan hefur verið ákveðið að fresta samningi vegna háhraðatenginga í dreifbýli og þá jafnframt framkvæmdum við verkefnið. Í frétt á vefnum bb.is á Ísafirði, sem ber yfirskriftina Stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina, segir að menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, sé ósáttur við þessa frestun á „mikilvægustu aðgerð í byggðamálum síðustu ára sem landsbyggðin hafi verið margsvikin um".

 

Kristján Möller samgönguráðherra segir lengingu gildistíma útboðanna vera sameiginlega ákvörðun samgönguráðuneytisins og Símans, sem átti lægsta tilboðið. Ráðherra segir verkefnið ekki í hættu en framkvæmdatíminn sé þó óljós. Þegar tilboð voru opnuð í byrjun september sagði ráðherrann að framkvæmdir myndu taka eitt ár.

 

„Þannig er ljóst að ákveðið hefur verið að svíkja fyrri yfirlýsingar yfirvalda fjarskiptamála, sem fullyrtu í sumar og haust að verkefninu lyki haustið 2009", segir Jón á Kirkjubóli á fréttavefnum strandir.is undir fyrirsögninni Yfirlýsingar um háhraðatengingar sviknar. „Áður hafa orðið ítrekaðar tafir í mörg ár á þessu mikilvæga réttlætismáli landsbyggðarinnar með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir byggðaþróun og atvinnulíf á jaðarsvæðum. Kristján Möller samgönguráðherra sagði á Alþingi í mars síðastliðnum að unnið væri að verkefninu á háhraða, og á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í september, daginn eftir að tilboð voru opnuð, fullyrti ráðherrann að verkefnið væri í höfn og framkvæmdatíminn yrði ár."

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31