Stjórnvöld standi við yfirlýsingar og gefin loforð
„Samfélagið ætti að virða þann kynslóðasáttmála, að þeir sem núna eru eldri borgarar hafa byggt þetta þjóðfélag upp, með vinnu og sköttum, og eiga því rétt á að njóta öryggis á efri árum. Kjaranefnd Landssambands eldri borgara skorar á stjórnvöld að standa við gefin loforð og yfirlýsingar varðandi kjör eldri borgara í aðdraganda kosninga á liðnu vori.“
Þetta eru niðurlagsorðin í ályktun kjaranefndar Landssambands eldri borgara á fundi hennar í gær, sem vefurinn var beðinn að birta. Meginefni ályktunarinnar er upprifjun á margvíslegum loforðum og yfirlýsingum núverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra í kringum þingkosningarnar á liðnu vori. Upprifjun nefndarinnar er úr ræðu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur í Mýrartungu í Reykhólasveit, formanns Landssambands eldri borgara, á útifundi syðra fyrr í þessum mánuði.
Ályktunina í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.