Tenglar

3. september 2015 |

Stjórnvöld verða að vinna með heimamönnum

Aftari röð: Svandís Svavarsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Vilberg Þráinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir. Fyrir framan: Steinunn Þóra Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.
Aftari röð: Svandís Svavarsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Vilberg Þráinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir. Fyrir framan: Steinunn Þóra Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Þingflokkur Vinstri grænna lauk í gær nokkurra daga ferðalagi um byggðirnar á Ströndum, Reykhólahrepp og Dalasýslu. Þennan síðasta dag var fyrst haldinn fundur með sveitarstjórn Reykhólahrepps áður en hópurinn hitti sveitarstjórnarfólk í Dalabyggð og hélt síðan opinn fund í Búðardal í gærkvöldi. Áður höfðu verið haldnir fundir með heimafólki og sveitarstjórnarfólki í Árneshreppi, á Drangsnesi (Kaldrananeshreppi) og á Hólmavík (Strandabyggð).

 

„Miklar vegaskemmdir voru í Árneshreppi vegna mikils vatnsveðurs sem verið hafði, en unnið var að viðgerðum og komin var einmunablíða sem fylgdi þingflokknum alla ferðina,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og oddviti Vg í Norðvesturkjördæmi.

 

„Þingflokkurinn kom vel nestaður úr þessari heimsókn, sem nýtist vel þegar þing hefst að nýju í næstu viku. Það sem brann meðal annars mest á heimamönnum voru fjarskiptamálin, orkuverð og samgöngur, ásamt atvinnu- og menntamálum og málefnum fatlaðra. Aukin samvinna er á milli þessara sveitarfélaga á ýmsum sviðum og í ferðaþjónustunni eru mikil tækifæri sem menn horfa til. Landsbyggðin hefur víða dregist aftur úr hvað uppbyggingu innviða varðar og þar verða stjórnvöld að hrista af sér slenið og vinna með heimamönnum. Þetta var sameiginleg niðurstaða á þessu ferðalagi þingflokks Vinstri grænna,“ segir Lilja Rafney.

 

Á myndinni sem tekin var fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Reykhólum er sveitarstjórn Reykhólahrepps ásamt gestunum að fundi loknum. Myndina tók Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30