Tenglar

14. mars 2011 |

Stöðug uppbygging í Ólafsdal við Gilsfjörð

Ólafsdalsfélagið var stofnað í júní 2007. Þrátt fyrir lítil efni og erfitt efnahagsástand hefur ýmislegt áunnist frá því að endurreisn Ólafsdals hófst. Sumarið 2009 var fundið nýtt vatnsból, lögð vatnslögn og snyrtingum komið upp á fyrstu hæð skólahússins, jarðvegsdúkur og dren var sett umhverfis skólahúsið, nýrri rotþró komið fyrir og hafin endurhleðsla.

 

Vorið 2010 var tekinn í notkun 500 fermetra lífrænn matjurtagarður. Í matjurtagarðinn var notað þörungamjöl frá Reykhólum, kalk úr Arnarfirði og fiskimjöl í stað tilbúins áburðar. Mánuði síðar var farið að nýta fyrstu afurðirnar, m.a. á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Fengu gestir Ólafsdalshátíðar 2010 að bragða á afurðunum og seldust vel.

 

Stærsti áfanginn til þessa náðist þó byrjun september síðastliðinn þegar rafmagn komst í Ólafsdalshúsið með kapli sem lagður var yfir Gilsfjörð, um 3 km leið. Rafmagnið er forsenda þess að koma hita í húsið og hefja í kjölfarið endurbætur innanhúss.

 

Á þessu ári er áformað að koma hluta aðalhæðar í endanlegt horf og hefja vinnu við endurbætur eldhúss. Þá verður lagður fyrsti áfangi fræðslustígs um bygginga-og jarðræktarminjar Ólafsdals. Stefnt er að tveggja mánaða opnun hússins, með sýningum og leiðsögn. Skoðaðir verða möguleikar á einfaldri veitingasölu á þessu ári og öflugri árið 2012, enda er gott hráefni óþrjótandi í matarkistunni Breiðafirði og sveitunum umhverfis.

 

Ofanritað segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, meðal annars í ítarlegri grein sem lesa má í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Sjá einnig:

Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

Vefur Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30