Tenglar

9. apríl 2012 |

Stöðugt nýjar myndir frá vefvélum Vegagerðarinnar

Vindur í hviðum í norðaustanáttinni á Reykhólum hefur verið yfir 20 metrar á sekúndu síðan snemma í morgun og allt upp í 27 m/sek. Mun hvassara hefur verið á Klettshálsi. Þar hefur meðalvindur á þessum tíma nánast alltaf verið yfir 20 m og upp í 28 m en hviðurnar upp í 38 m. Éljagangur hefur verið á fjallvegum og mjög blint á köflum. Spáð er heldur hægara veðri á morgun.

 

Vegagerðin er víða með vefmyndavélar sem sýna nokkuð glöggt ástandið á vegum - nema þegar þær sjá ekkert fyrir snjókomu eða skafrenningi. Frá myndavél á hverjum stað birtast myndir frá þremur sjónarhornum, ein á fimm mínútna fresti. Á Vestfjarðakjálkanum eru slíkar myndavélar á tólf stöðum, þar á meðal á Hjallahálsi og Klettshálsi og við veginn um Þröskulda. Vefmyndirnar má sjá hér og líka í tengladálkinum vinstra megin á síðunni. Röðin á tenglunum þar er ekki föst heldur breytist hún af handahófi hvenær sem vefurinn er endurræstur eða farið inn á hann á ný.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31