Tenglar

25. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Stöður stefnuvotta í Reykhólahreppi enn lausar til umsóknar

Framlengdur til 12. apríl frestur til að sækja um stöður aðalstefnuvotts og varastefnuvotts í Reykhólahreppi.


Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir stöður aðalstefnuvotts og varastefnuvotts í Reykhólahreppi lausar til umsóknar.

 

Verkefni stefnuvotta er að birta stefnur, kvaðningar og aðrar tilkynningar í sveitarfélaginu, samanber 81. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 
Þar segir að til að annast þessar birtingar skipi sýslumaður a.m.k. einn mann í hverju sveitarfélagi í umdæmi sínu og annan til vara til að gegna þeim störfum í forföllum.
Greitt er fyrir starfann skv. gjaldskrá fyrir stefnuvotta sem ráðherra gefur út og er nú nr. 892/2020. 
Ekki fylgja starfinu önnur laun eða tekjur en þau sem þar eru ákvörðuð.

 

Leitað er að heiðarlegum og áreiðanlegum einstaklingi með góða framkomu, sem æskilegt er að hafi ökutæki til umráða. Stefnuvottur þarf að hafa náð 25 ára aldri og má ekki hafa hlotið refsidóm fram yfir fjögurra mánaða óskilorðsbundna fangelsisrefsingu. Stefnuvottur skal undirrita drengskaparheit um að hann muni rækja starfann af trúmennsku og samviskusemi.

 

Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk. og berist umsóknir til Sýslumannsins á Vestfjörðum í netfangið jg@syslumenn.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ráðið hefur verið í stöðuna/stöðurnar.

 

Nánari upplýsingar veitir sýslumaður, Jónas B. Guðmundsson, í síma 458 2400 eða með svari við erindum sem berast í netfangið jg@syslumenn.is

 

 

 

Athugasemdir

Simon Petur, laugardagur 26 mars kl: 00:55

Vill semsagt enginn taka áhættuna á að lenda í pínlegri aðstöðu jafnvel gegn greiðslu?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31