Tenglar

14. desember 2012 |

Stofnaður verður fjallskilasjóður í Reykhólahreppi

Fjárrétt á Lambaréttarnesi við Kollafjörð. Nánar í meginmáli.
Fjárrétt á Lambaréttarnesi við Kollafjörð. Nánar í meginmáli.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í vikunni stofnun fjallskilasjóðs en frestaði ákvörðun um tekjustofna hans meðan frekari upplýsinga væri aflað. Þetta var ákveðið þegar nefndin fjallaði um bókun á fundi fjallskilanefndar Reykhólahrepps daginn áður. Í fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur sem ráðuneyti landbúnaðarmála staðfesti í haust er mælt fyrir um slíkan sjóð.

 

Í bókun fjallskilanefndar Reykhólahrepps segir:

  • Nefndin leggur til [við hreppsnefnd] að stofnaður verði fjallskilasjóður fyrir árið 2013. Tekjur sjóðsins skuli vera 2% af landverði jarða í Reykhólahreppi og 50 kr. á hverja veturfóðraða kind auk andvirðis óskilafjár.
  • Nefndin leggur til að fyrsta verkefni fjallskilasjóðs verði viðhald á Kinnarstaðarétt árið 2013. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn geri ráð fyrir fjármagni í verkefnið.

 

Eins og áður segir samþykkti hreppsnefnd að þessu sinni einungis að sjóðurinn verði stofnaður en frestaði ákvörðun um aðra þætti í bókun fjallskilanefndar.

 

Fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans er að finna í reitnum Fundargerðir hér neðst til vinstri á vefsíðunni.

 

Myndin sem hér fylgir er úr nýútkominni byggðarsögu um Gufudalshrepp, Þar minnast fjöll og firðir (fæst m.a. í Hólakaupum á Reykhólum). Fjárrétt þessi er á klettatanganum Lambaréttarnesi skammt utan við Kleifarstaðamel yst við Kollafjörð að austanverðu. Naumast þarf að taka fram, að hún er ekki notuð lengur en stendur nú sem minnisvarði um liðna tíð.

 

Fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31