16. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson
Stofnanir hreppsins - tilkynningar og leiðbeiningar
Grettislaug:
Grettislaug verður lokuð a.m.k. meðan samkomubann er í gildi.
Sorpsvæði:
Sorpsvæðið verður áfram opið og fólk hvatt til að flokka eftir föngum. Sérstaklega skal bent á að sýna ýtrasta hreinlæti í tengslum við svæðið. Gott að nota hanska og þvo sér vel eða spritta sig fyrir og eftir losun á sorpi.
Skrifstofa Reykhólhrepps:
Skrifrofa Reykhólahrepps verður lokuð í dag mánudag og reikna má með röskun á opnunartíma hennar næstu daga og vikur. Opnunartími verðu auglýstur nánar síðar.
Allir eru hvattir til að virða í hvívetna fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda um hreinlæti og önnur varnaðarorð. Þá er fólki skylt að hlíta fyrirmælum um sóttkví.
Tilkynnigar í tengslum við Covid-19 mun birtast hér á vefnum.
Sveitarstjóri