Tenglar

14. október 2016 | Umsjón

Stofnun fjallskilasjóðs í Reykhólahreppi undirbúin

Mikil vinna hefur farið í fjárleitir í Múlasveit og ekki tekist að fara á öll svæðin. Þegar hafa verið lögð til í leitirnar 15 dagsverk frá Bergsveini Reynissyni leitarstjóra og hans mönnum og 30 dagsverk frá Fremri-Gufudal, auk 15 dagsverka frá bæjum á Barðaströnd. Leitir eru orðnar of erfiðar og tímafrekar vegna aukins vaxtar á gróðri á svæðinu og svæðið víðfeðmt og fáir til leitar.

 

Þetta kemur fram í fundargerð fjallskilanefndar Reykhólahrepps í fyrradag. Nefndin lagði til við sveitarstjórn að lagt verði 2% á landverð allra jarða í sveitarfélaginu til að mæta kostnaði sem af fjallskilum leiðir og ekki verður jafnað niður á búfjáreigendur sem dagsverkum. Jafnframt að lagt verði gjald á allt fjallskilaskylt búfé í sveitarfélaginu, eða 20 krónur á hverja veturfóðraða kind.

 

Sveitarstjórn tók vel í þessar tillögur fjallskilanefndar á fundi sínum í gær og samþykkti að oddviti og varaoddviti vinni ásamt nefndinni að stofnun fjallskilasjóðs.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31