Tenglar

3. mars 2010 |

Stóra upplestrarkeppnin á Reykhólum

Elínborg Egilsdóttir.
Elínborg Egilsdóttir.
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk grunnskólanna er komin á lokastig þetta árið. Á Reykhólum fer hún að þessu sinni fram í íþróttahúsinu á Reykhólum á mánudaginn, 8. mars, og hefst kl. 17. Fulltrúi Reykhólaskóla í keppninni er Elínborg Egilsdóttir á Mávavatni. Allir eru velkomnir á samkomuna.

 

Keppnin er verkefni sem hófst við grunnskóla Hafnarfjarðar og á Álftanesi árið 1996. Núna er hún orðin árlegt verkefni sem nær til alls landsins eða um 140 skóla. Markmið hennar er að þjálfa nemendur í vönduðum flutningi og framburði íslensks máls.

 

Keppnin fer fram á eftirfarandi hátt:

 

Sérhver skóli sem vill taka þátt í keppninni skráir sig í hana og gerist það strax að hausti, oftast nær í september. Þann 16. nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu, afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, er keppnin formlega sett. Þá leggja kennarar í 7. bekkjum sérstaka rækt við vandaðan upplestur og framsögn nemendanna. Að lokinni þjálfun er haldin hátíð þar sem nemandi eða nemendur lesa upp frásögur og ljóð fyrir samnemendur og foreldra og aðra gesti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31