28. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is
Stóraukin mjólkurþörf á næstu árum
Ef sala á fitu eykst eins og hún hefur gert síðasta áratug þarf að auka mjólkurframleiðsluna um 23 milljónir lítra til ársins 2020. Ef aðeins er miðað við áframhaldandi fjölgun íbúa landsins og ferðafólk þarf mjólkurframleiðslan að aukast um 18 milljónir lítra til að mæta þeim vexti. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Einars Sigurðssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, á Fræðaþingi nautgriparæktarinnar í gær.
Innlendi markaðurinn vex stöðugt vegna fjölgunar íbúa og ferðafólks. Einar gat þess að Hagstofan gæfi út að ferðamenn sem hér dvelja svöruðu til 15 þúsund ársneytenda. Mjólkurframleiðslan þyrfti að aukast í takt við fjölgun íbúa og ferðafólks.
Nánar er frá þessu greint í Morgunblaðinu í dag.