Tenglar

16. desember 2019 | Sveinn Ragnarsson

Störf í Reykhólaskóla

Leikskólakennari óskast til starfa í Hólabæ, leikskóladeild Reykhólaskóla

 

Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, frá og með 3. janúar 2020

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.

Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til 18. desember 2020 og umsókn ásamt ferilskrá má skila á netfangið skolastjori@reykholar.is og leikskoli@reykholaskoli.is

Nánari upplýsingar veita:

Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri, s. 867-1704 og Birgitta Jónasdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, s. 663-5664

 

 

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Reykhólaskóla     

 

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 80% starf frá kl. 8:15 alla daga.

Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.

Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda í 10. bekk ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.

 

Jákvæðni, lipurð, frumkvæði, áhugi og góð færni í mannlegum samskiptum nauðsynleg sem og reynsla af vinnu með börnum.

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Laun eru skv. kjarasamningi VerkVest.

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2020 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur skal senda í tölvupósti á skolastjori@reykholar.is

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans:http://reykholaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri í síma 867-1704/ skolastjori@reykholar.is

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31