Tenglar

26. apríl 2012 |

Störf í mötuneyti Reykhólahrepps auglýst

Mötuneyti Reykhólahrepps er sameinað mötuneyti Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Stefnt er að því að sameiginlegt mötuneyti taki til starfa 1. júní. Hér með eru störf matráðs IV, aðstoðarmatráðs og aðstoðar í mötuneytinu auglýst laus til umsóknar. Um er að ræða verkefni í þróun, spennandi störf fyrir jákvætt og úrræðagott fólk.

 

Matráður IV hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum á eldhúsi. Gerð er krafa um mikla reynslu á þessu sviði. Ber ábyrgð á fjármunum með öðrum og hefur skilgreinda undirmenn. Matráður þarf að hlíta stefnu skólanna, hjúkrunarheimilisins og Lýðheilsustöðvar um hollt og gott mataræði. Starfshlutfall er 90-100% eftir samkomulagi.

 

Aðstoðarmatráður í mötuneyti. Gerð er krafa um þekkingu og reynslu í eldhússtörfum og matreiðslu. Starfar í mötuneyti vð matargerð og þrif. Vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð (heitur matur). Starfshlutfall er 60%. Unnið er á vöktum aðra hverja helgi.

 

Aðstoð í mötuneyti. Starfar í mötuneyti, svo sem við matarskömmtun, aðstoð við matargerð og þrif. Starfshlutfall er 50%.

 

Ráðið verður í störfin frá og með 1. júní 2012.

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@reykholar.is eða á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5, 380 Reykhólahreppi.

 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 434 7880.

 

Athugasemdir

Dagny Stefánsdóttir, fimmtudagur 26 aprl kl: 14:44

Mig langar nú til þess að vita á hvorum staðnum verður eldað Reykhólaskóla eða Barmahlíð finnst vanta það í þessa auglýsingu. kveðja Dagný Stefáns.

Ingvar Samuelsson, laugardagur 28 aprl kl: 15:55

Báðir staðirir hafa sína kosti, annarvegar skólinn með góðan fristi en lélega vinnuaðstöðu.Hinvegar Barmahlíð með góða vinnuaðstöðu en alltof díra fristiaðstöðu, það er tvær fristikistur og einn fristiskáp. kv Ingvar Samuelsson

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31