Tenglar

16. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Störf skorin niður á landsbyggðinni og flutt suður

„Á undanförnum árum hefur niðurskurður á framlagi ríkisins til rekstrar náttúrustofa komið illa niður á starfsemi þeirra og er víða komið að þolmörkum rekstrarins. Núvirt framlag ríkisins til náttúrustofa hefur rýrnað verulega frá árinu 2004 eins og sést á meðfylgjandi mynd. Einkum byrjaði að halla undan fæti árið 2009 líkt og hjá mörgum öðrum stofnunum, en sá niðurskurður sem stofurnar hafa gengið í gegnum er mun meiri en víðast annars staðar.“

 

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem náttúrustofurnar sjö á landsbyggðinni hafa sent öllum framboðum til Alþingis og Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða sendi vefnum til birtingar. Yfirskriftin er: Hver er staða náttúrurannsókna á landsbyggðinni?

 

Þar segir einnig: 

  • Starfsemi náttúrustofa á mest skylt við Náttúrufræðistofnun Íslands, enda eru þessar stofnanir í sömu lögum og hlutverkin áþekk. Eðlilegast er því að bera þróun fjárframlaga þessara stofnana saman. Frá því 2004 hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar Íslands tvöfaldast að núvirði og fagna náttúrustofur því að ríkisvaldið telji þörf á að efla náttúrurannsóknir í landinu. Hins vegar eru forsvarsmenn þeirra mjög ósáttir við að á sama tíma hefur framlag til náttúrustofanna rýrnað um þriðjung, sem nemur um sjö stöðugildum. Þessi þróun hefur veikt náttúrustofurnar og leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, þvert gegn stefnu yfirvalda um áratuga skeið. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.

 

Bréfið í heild má lesa hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31