Tenglar

21. september 2015 |

Stórgjöf til Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

Annar vagninn við komuna ... / HH.
Annar vagninn við komuna ... / HH.
1 af 6

Fyrir helgina komu tveir bílar með flutningavagna að Reykhólum með um 150 gamlar bátavélar og búnað sem tengist þeim. Hér er um að ræða gjöf Þórhalls Matthíassonar á Akureyri til Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, en hann hefur safnað bátavélum og gert upp í tugi ára.

 

„Að undanförnu hefur Þórhallur verið að leita að framtíðarstað fyrir safn sitt. Fyrir stuttu komust á viðræður forsvarsmanna Bátasafns Breiðafjarðar og Þórhalls hvort möguleiki væri á að safn hans myndi geta átt sér framtíðarstað á Reykhólum. Eftir að við höfðum ráðfært okkur við félaga okkar hjá Báta- og hlunnindasýningunni var ákveðið að þiggja þessa rausnarlegu gjöf Þórhalls og búa henni veglegan stað í kjallara húsnæðis Báta- og hlunnindasýningarinnar“, segir á vef Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Þar segir einnig:

 

Veturinn verður notaður til að undirbúa húsnæðið, leggja í gólf, mála og koma rafmagni og öðru í gott horf. Næsta vor verður sýningin svo sett upp í samvinnu við Þórhall og verður hún með hans nafni. Þórhallur hefur haldið skrá yfir alla munina og er saga þeirra flestra einnig aðgengileg. Það má því segja að næsta vor samanstandi Báta- og hlunnindasýningin í raun af þremur sýningum; bátasafn (súðbyrðingar), hlunnindasafn og vélasafn. Það er ósk okkar og von að þetta auki aðsókn að safninu.

 

Af hálfu Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum voru þeir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson komnir á svæðið til að taka á móti gjöfinni og koma vélunum fyrir til bráðabirgða.

 

Á bátavef Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum segir m.a.:

 

Vélarnar eru listilega vel gerðar upp og þarna eru tegundir sem ég hef aldrei heyrt nefndar og aðrar sem algengastar voru. Vélasafnið er sennilega það stærsta í einkaeigu á landinu og mikill fengur fyrir okkur hérna á svæðinu. Safnið kemur til með að gera þá sýningu sem fyrir er enn skemmtilegri og fróðlegri fyrir þá gesti sem sækja okkur heim. [...] Vil ég nota tækifærið og þakka Þórhalli fyrir það traust sem hann hefur sýnt okkur með afhendingu safnsins, trausts sem við vonandi getum staðið undir með glæsilegri sýningu á komandi vori.

 

Gunnbjörn Óli Jóhannsson verktaki frá Kinnarstöðum í Reykhólasveit (Kolur ehf.) annaðist flutninginn á vélunum frá Akureyri til Reykhóla.

 

Myndirnar sem hér fylgja tóku Ása Fossdal í Hólabúð á Reykhólum og Hjalti Hafþórsson.

 

Sjá nánar:

Vefur Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum

Bátavefur Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum

 

Athugasemdir

Mundi Páls, mnudagur 21 september kl: 21:55

Hér eru myndir af þessu safni http://mundipals.123.is/photoalbums/194330/

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31