Tenglar

8. júlí 2008 |

„Stórmarkaðurinn“ Hólakaup á Reykhólum

Verslunin Hólakaup á Reykhólum er lítil að utan en stór að innan. Ferðafólk hefur stundum látið í ljós furðu sína á því hversu margt er á boðstólum í svona litlu húsi á svona litlum stað. Hólakaup eru í raun svolítill stórmarkaður með ljúfri og persónulegri þjónustu. Heimafólk fær hér allar nauðsynjar og ferðafólk finnur nánast allt sem þarf í útileguna. Hólakaup eru í N1-keðjunni og það út af fyrir sig ætti að segja eitthvað. Frammi við anddyrið er svolítill krókur þar sem gestir geta tyllt sér við borð og lesið blöðin og fengið sér kaffi.

 

Guðrún Guðmundsdóttir og Björn Fannar Jóhannesson keyptu í vetur reksturinn af Jóni Þór Kjartanssyni og tóku við 1. mars. Jón hafði rekið versluna um langt árabil undir nafninu Jónsbúð en nýtt nafn kom með nýjum eigendum. Þau Guðrún og Björn Fannar láta vel af þeim tíma sem liðinn er frá því að þau tóku við og núna upp úr mánaðamótum er ferðafólki tekið mjög að fjölga.

 

Í sumar er opið í Hólakaupum alla sjö daga vikunnar, frá sunnudegi til fimmtudags kl. 9-20, föstudaga kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-22.

 

Á fyrstu myndinni eru þau Guðrún og Björn Fannar ásamt syninum Guðmundi Andra. Eldri bróðirinn, Brynjar Pálmi, sem er fimm ára, var farinn út í sveit. Hinar myndirnar eru teknar annars vegar af litla húsinu að utan og hins vegar inni í búðinni stóru.

       

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31