Tenglar

7. maí 2015 |

Stórtjón á „byggð“ í Flatey

Vel klæddir Flateyingar að starfi.
Vel klæddir Flateyingar að starfi.
1 af 2

Annasamt var í kulda og trekki í Flatey á Breiðafirði helgi eina fyrir skömmu. Unnið var að flutningi á vatnslögn og vatnsmastri á bryggjunni þannig að tengingar passi við nýja Baldur. Hvasst var alla helgina og frost og lentu einhverjir í vandræðum með að halda hita á húsum. Frá þessu er greint á hinum nýja vef Framfarafélags Flateyjar.

 

Þar er einnig greint frá því (í frétt undir fyrirsögninni hér fyrir ofan), að í einhverju stórviðrinu í vetur hefur orðið stórtjón á byggingum sem ungir og athafnasamir Flateyingar hafa reist við Lómatjörnina. Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í tjörnina.

 

Sérstök athygli skal hér vakin á bloggpistli eftir Hilmar Þór Björnsson arkitekt, Svefneying og Myllustaðabónda, Arkitektúr án arkitekta, um byggð ungmennana (ásamt myndum af byggingunum), en tengill í hann er í fréttinni á vef félagsins. Hilmar Þór skrifar reglulega pistla á Eyjuna undir yfirskriftinni Arkitektúr, skipulag og staðarprýði.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru af vef Framfarafélags Flateyjar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31