Tenglar

27. júlí 2022 | Sveinn Ragnarsson

Stórtjón á höfninni

mynd IBE
mynd IBE
1 af 3

Í morgun hrundi niður stór hluti bryggjunnar á Reykhólum. Það hefur legið fyrir um all langt skeið að bryggjan er komin á tíma, en hún er síðan 1974.

 

Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi endurnýjunar stálþilsins og stækkunar bryggjunnar um leið. Það hefur falist í að dýpka og jafna botninn umhverfis bryggjuna og ef til vill hefur hún ekki þolað það.

 

Í viðtali við mbl.is segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri m.a. að ekki sé endi­lega um mis­tök að ræða og tek­ur fram að höfn­in sé kom­in til ára sinna.

 

Hún bætir við að um mjög mikið tjón sé að ræða og bend­ir á að Þör­unga­verk­smiðjan sé að landa þarna á höfn­inni á hverj­um degi. Óljóst er hvort hún muni getað haldið áfram rekstri í bráð eða hvort að töf verði á fram­leiðslu hjá verk­smiðjunni.

Hún tek­ur þó fram að Vega­gerðin sé strax búin að taka mál­in í sín­ar hend­ur og ætli að tryggja að starf­semi geti haldið áfram á höfn­inni sem allra fyrst.

„Það eru að koma vinnu­tæki í há­deg­inu og fjöldi verk­taka frá Vega­gerðinni og þau ætla að gera við höfn­ina“, segir hún.

 

 

 

Athugasemdir

Steini, mivikudagur 27 jl kl: 17:38

Er ekki bryggjan komin til ára sinna.

síðustjóri, fimmtudagur 28 jl kl: 13:08

Jú og löngu komin á tíma.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31