Tenglar

29. ágúst 2012 |

Strætó á Reykhóla tvisvar í viku

1 af 2

Strætó bs. byrjar áætlunarferðir með farþega milli Reykjavíkur og Hólmavíkur á mánudaginn og milli Reykjavíkur og Reykhóla á þriðjudag. Til Hólmavíkur verður ekið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en að Reykhólum þriðjudaga og fimmtudaga.

 

Fargjald miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er yfir og þarf að nota jafnmarga farmiða og fjöldi gjaldsvæða segir til um. Þrettán gjaldsvæði eru milli Reykjavíkur og Reykhóla. Ef greitt er með farmiðum þarf því að nota þrettán miða og kostar ferðin þá kr. 3.900 kr. fyrir fullorðna. Börn og ungmenni og aldraðir og öryrkjar fá verulegan afslátt. Ef fargjaldið er staðgreitt (ekki notaðir farmiðar) er verðið kr. 4.550.

 

Rútufyrirtækið Sterna, sem hefur um árabil verið með áætlunarferðir í Reykhólahrepp og síðan til Hólmavíkur eftir tilkomu nýja vegarins um Arnkötludal, hættir akstri á þeirri leið um miðjan september.

 

Tímatöflur má sjá á meðfylgjandi myndum (í fyrri töflunni hefur misritast í íslenska textanum að ekið sé til Hólmavíkur á fimmtudögum).

 

Kynningarbæklingur frá Strætó bs. (pdf-skjal)

Strætó bs.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30