Tenglar

4. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Strætó hættir akstri á Reykhóla

Áætlunarferðir Strætó bs. á Reykhóla hætta núna um miðjan mánuðinn og verður síðasta ferðin fimmtudaginn 16. maí. Frá því í byrjun september á síðasta ári hefur fyrirtækið verið með ferðir á Reykhóla tvisvar í viku. Breyting þessi verður þegar sumaráætlun Strætó tekur gildi en hún stendur til 14. september.

 

Athugasemdir

Garðar Helgason, sunnudagur 05 ma kl: 11:26

Hvaða fíflagangur er þetta í þeim,núna fer traffíkin að byrja til Reykhóla og þá á að hætta,vonandi hætta þeir við að hætta.

Kristín Guðmundsdóttir, sunnudagur 05 ma kl: 13:21

Ég bý í Reykjavík, en hef eitthver tengsl vestur, mér finnst ekki hægt að hætta bara ferðum á suma staði en ekki aðra, það mætti taka til greina ef farþegar eru ekki nógu margir að láta fólk panta með viku fyrirvara, og ef kemur í ljós að ekki eru svo margir farþegar að senda þá litla rútu sem tekur ekki svo marga farþega og reikna kannski með nokkrum aukafarþegum í Reykjavík og á leiðinni vestur. Mér finnst alveg ótækt að útiloka suma staði frá þessari þjónustu en ekki aðra, þar sem þetta á að þjóna öllu landinu. Mér finnst þessar strætóferðir hjá ykkur vera annars bráðsnjallar.
Vonandi gefist þið ekki upp þó móti blási.

Hrefna Karlsdottir, sunnudagur 05 ma kl: 15:33

Verdur enn akstur til Kroksfjardarness?

Einar Sveinn Ólafsson, sunnudagur 05 ma kl: 18:34

Undarlegt og í raun rannsóknarefni. Strætó hefur akstur til Reykhóla að vetri til þegar umferð er í lágmarki og færð vafasöm.
Þegar fæðin lagast og fjöldi þeirra sem ferðast eykst og líkur á farþegum þá er hætt!
Lifum í voninni það hljóti að líða að því að fjórungssambandið komi á samgöngum innan fjórðungsins þannig að við fáum almenningssamgöngur við Sýslumanninn Patreksfirði og lögregluna á Ísafirði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30