Tenglar

25. janúar 2016 |

Strandafólk leitar til granna sinna

Morgunn við höfnina á Hólmavík. Ljósm. © Jón Halldórsson.
Morgunn við höfnina á Hólmavík. Ljósm. © Jón Halldórsson.

Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin í fyrsta skipti 14.-20. mars í Strandabyggð í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög. Markmið hennar er að efla og styrkja menningu barna og unglinga á Vestfjörðum og á hún að vera bæði fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa.

 

„Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sérþekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar af ýmsu tagi,“ segir um þetta á vef Strandabyggðar.

 

„Við leitum því til ykkar, kæru nágrannar, þar sem óskað er eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að hátíðinni á einn eða annan hátt. Ef áhugi er fyrir hendi, hafið þá endilega samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846 0281.“

 

Myndina sem hér fylgir tók Jón Halldórsson á Hólmavík í síðustu viku og birti á ljósmyndavef sínum. Þar getur að líta urmul snilldarmynda af ýmsu tagi sem Jón hefur tekið um langt árabil.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30