Tenglar

9. mars 2011 |

Strandagangan á laugardag

Strandagangan 2011 verður í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt er í ýmsum flokkum eftir aldri, kyni og vegalengd. Jafnframt er þriggja manna sveitakeppni í öllum flokkum. Þrír fyrstu keppendurnir í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpeninga fyrir þátttökuna. Sá sem er fyrstur í mark í 20 km göngu hlýtur veglegan farandbikar sem Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur gaf til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni.

 

Eftir göngu er öllum keppendum og starfsfólki boðið í veglegt kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík. Aðgangseyrir að kaffihlaðborði fyrir aðra en keppendur og starfsmenn er 1.000 krónur, sem renna til styrktar starfi Skíðafélags Strandamanna.

 

Sjá nánar hér á vef Strandagöngunnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Apr�l 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30