Tenglar

15. mars 2012 |

Strandagangan við Hólmavík í átjánda sinn

Stærsti íþróttaviðburður á Ströndum, hin árlega Strandaganga Skíðafélags Strandamanna, verður í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt verður í 5 km og 10 km göngum og aldursskiptri 20 km göngu, auk þess sem stelpur og strákar 12 ára og yngri geta keppt í 1 km göngu. Einnig verður sveitakeppni á öllum vegalengdum. Hún fer þannig fram, að þriggja manna lið ganga sömu vegalengdina og gildir samanlagður tími. Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og aðrar vegalengdir klukkan 13.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum Strandir.is.

 

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík styrkir gönguna með kaupum á verðlaunagripum. Sá sem verður fyrstur í mark í 20 km göngunni hlýtur einnig veglegan farandbikar sem Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur gaf til minningar um Sigfús Ólafsson, sem á sínum tíma var læknir á Hólmavík.

 

Skráning á staðnum milli kl. 11.30 og 12.20 eða í netfanginu sigrak@simnet.is. Þátttökugjald er 3.000 krónur fyrir 16 ára og eldri og 1.000 krónur fyrir 15 ára og yngri.

 

Þetta er 18. árið í röð sem Strandagangan er haldin.

 

Sigfús Arnar Ólafsson (1941-2003) - minningarorð í Læknablaðinu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30