23. febrúar 2011 |
Stuðningur við frumkvöðla og nýsköpun
„Átak til atvinnusköpunar“ er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir verkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd ráðuneytisins. Næsti umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2011. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Markmið verkefnisins er tvíþætt:
- Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum, sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
- Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum.