18. desember 2015 |
Stuðningur við skíðavini á Ströndum
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi að styrkja Skíðafélag Strandamanna með 100 þúsund króna framlagi vegna uppbyggingar á skíðaskála í Selárdal við Steingrímsfjörð. Samskipti skíðafólks á Ströndum og í Reykhólahreppi hafa farið vaxandi á síðustu árum.
Sjá m.a.:
Strandamenn í heimsókn, skíðaganga við Hríshól
Skíðagönguæfingar og margvísleg ævintýri