Tenglar

23. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Styður eindregið B-leiðina í Gufudalssveit

Einar Kristinn spjallar við fundargesti.
Einar Kristinn spjallar við fundargesti.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins komu á Reykhóla í fyrrakvöld og héldu fund í SjávarSmiðjunni. Þar voru vegamálin í héraðinu mjög til umræðu eins og vænta mátti. „Hérna brann mjög á fundarmönnum sú óvissa sem ríkir um fyrirhuguð vegstæði í Gufudalssveitinni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að setja svokallaða B-leið út með Þorskafirði að vestanverðu í umhverfismat. Það er besti kosturinn, það er ódýrasti kosturinn og það er sá kostur sem heimamenn vilja“, sagði Einar Kristinn Guðfinnsson alþm. eftir fundinn.

 

„Ég er mjög ósáttur við núverandi stjórnvöld hvað þau hafa þvælst fyrir þessu máli. Það á við um stjórnarflokkana báða“, sagði Einar einnig.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30