Tenglar

25. september 2008 |

Styrkir ekki tiltrú á þjónustu Íslandspósts

Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir kröfur Reykhólahrepps og Helgafellssveitar varðandi þjónustu Íslandspósts á landsbyggðinni. Í ályktun sem byggðaráð Dalabyggðar samþykkti í fyrradag segir að stefna Íslandspósts er snýr að þjónustu fyrirtækisins á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Vesturlandi og Vestfjörðum sé vonbrigði. „Lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi, fækkun útburðardaga og tilfærsla póstkassa m.a. í Helgafellssveit sl. vikur eru ekki til þess fallnar að styrkja tiltrú manna á fyrirtækinu og þjónustu þess í hinum dreifðu byggðum", segja byggðarráðsfulltrúar.

 

Byggðarráð Dalabyggðar fer fram á það að stjórn Íslandspósts kynni nú þegar skammtíma- og langtímaáform og markmið fyrirtækisins er varðar póstdreifingu og þjónustu á landsbyggðinni ásamt rökstuðningi fyrir þessum áformum. Sambærileg þjónusta við íbúa landsins óháð búsetu er sjálfsögð krafa og forsenda þess að fólk geti byggt þetta land.

 

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31