Tenglar

30. mars 2012 |

Styrkir sprotafyrirtæki og nýsköpun á Vestfjörðum

Shiran Þórisson hjá Vaxvest og Halldór Pálmi Bjarkason hjá Wild Westfjords.
Shiran Þórisson hjá Vaxvest og Halldór Pálmi Bjarkason hjá Wild Westfjords.

Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu ferðaskrifstofunnar Wild Westfjords, sem mun vinna sérstaklega að sölu á pakkaferðum til Vestfjarða til hollenskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta á Vestfjörðum hefur verið að vaxa og eru styrkir sem þessir mikilvægir til að auðvelda sprotafyrirtækjum og nýsköpunarhugmyndum að koma sinni starfsemi og vörum á framfæri. Það er trú Vaxvest að þessi styrkur muni fjölga erlendum ferðamönnum á Vestfjörðum og í heildina efla ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá Vaxvest.

 

Vaxtarsamningur Vestfjarða er samstarfverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og iðnaðarráðuneytisins.

 

Nánari upplýsingar um verkefni Vaxvest og möguleika á styrkjum veitir Shiran Þórisson, sími 450 3000.

 

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Wild Westfjords

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31