Tenglar

29. maí 2009 |

Styrkir til 48 menningarverkefna á Vestfjörðum

Frá athöfninni í Edinborgarhúsinu þegar styrkjunum var úthlutað.
Frá athöfninni í Edinborgarhúsinu þegar styrkjunum var úthlutað.

Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu frá 50 þúsundum upp í 1,4 milljónir. Verkefni sem fengu milljón eða meira voru óvenjumörg að þessu sinni eða sjö talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnana, listgreina og svæða setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki. Næst verður auglýst eftir umsóknum í haust.

 

Verkefnastyrkir vorið 2009

 

Kr. 1.400.000

- Útgáfa á hljóðdisk, hönnun nýs hljóðfæris og sérkennileg tónleikaferð (Mugiboogie ehf).

- Dynjandi sem kveður að (Eaglefjord - Gallerí Dynjandi).

- Völundarhús, upplifunar- og skynjunarleikhús á Patreksfirði (TOS ungmennaskipti).

- Margmiðlunarborð og leiklestur skrímslasögunnar (Félag áhugamanna um skrímslasetur).

 

Kr. 1.000.000

- Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2009 (Við Djúpið, félag).

- Act Alone 2009 (Act Alone leiklistarhátíð).

- Skjaldborg ´09 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda).

 

Kr. 700.000

- Rokk fyrir firði og fólk! (Hljómsveitin Reykjavík! og Engin miskunn ehf).

- Síðasti dagur Sveins skotta (Kómedíuleikhúsið og Lýðveldisleikhúsið).

- Vestur á fjörðum (Janus Bragi Jakobsson, Tinna Ottesen og Mugiboogie ehf).

 

Kr. 500.000

- Leiðsögumaðurinn (Félagið Hús og fólk).

- Smiðjan á Vatneyri í máli og myndum (Sjóræningjahúsið ehf).

- Listviðburðir í Edinborgarhúsi (Edinborgarhúsið á Ísafirði).

- Kaktus (Kómedíuleikhúsið).

- Atvinnu- og menningarmálasýning á Ströndum (Þróunarsetrið á Hólmavík).

- Kvöldvökur á Víkingasvæðinu á Þingeyri. Fræðslu- og skemmtidagskrá (Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar).

 

Kr. 400.000

- Bjarni á Fönix (Ársæll Níelsson).

- Einstök sýning - Vestfirskir einfarar (Marsibil G. Kristjánsdóttir).

- NV Vestfirðir (Ágúst G. Atlason).

- Ísafjörður - húsin á Eyrinni (Vesturferðir ehf).

- Kolbrúnarskáldið kemur í dalinn (Gautshamar ehf).

 

Kr. 350.000

- Listsýningar á vegum Félags handverksfólks á Vestfjörðum (Félag handverksfólks á Vestfjörðum).

 

Kr. 300.000

- Tónlistardagurinn mikli (Tónlistarfélag Ísafjarðar).

- Gullkistan (Byggðasafn Vestfjarða).

- Lífróður á Strandir: Listasmiðja - málþing - sýning (Þjóðfræðistofa).

- Matur- og menning í Vesturbyggð - Steinbíturinn 2009 (Samstarfshópur um mat og menningu í Vesturbyggð).

- Sérsýning um Alfreð Halldórsson sauðfjárbónda á Kollafjarðarnesi (Sauðfjársetur á Ströndum).

- Blús á Vestfjörðum (Guðmundur Hjaltason).

- Leitin að Gísla - lokaáfangi heimildamyndar (Þjóðfræðistofa).

 

Kr. 250.000

- „Dívan í Djúpinu" - einsöngshljómdiskur (Ingunn Ósk Sturludóttir).

- Fjallabræður - hljómplata (Fjallabræður).

 

Kr. 200.000

- Norrænir samspilsdagar 2009 (Félagsmiðstöðin OZON og Tónskólinn á Hólmavík).

- Leiðir til að tengja sögu Djúpsins við menningartengda ferðaþjónustu (Ævintýradalurinn ehf).

- Árlegt Húmorsþing Þjóðfræðistofu - Vetrarhátíð á Ströndum (Þjóðfræðistofa).

- Kaupstaðirnir þrír á Ísafirði - tímarnir þrennir (Ómar Smári Kristinsson).

- Náttúrubörn á Ströndum - fróðleiksfundir og miðlun (Sauðfjársetur á Ströndum).

- DALIR og HÓLAR - handverk 2009 (Björn Samúelsson).

- Sumarið í Hömrum (Tónlistarfélag Ísafjarðar).

- Strandhögg - Landsbyggðaráðstefna sagn- og þjóðfræðinga (Þjóðfræðistofa).

 

Kr. 100.000

- Sjóferðir, sýning í Skrímslasetrinu (Minjasafn Egils Ólafssonar).

- Ég stend á skíði ... (Rakel Sævarsdóttir).

- Stefnumót safna, sögusýninga og setra á Vestfjörðum (Byggðasafn Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar).

- Photography Exhibition in Djúpavík (Claus Sterneck).

- Sumarmarkaður Vestfjarða 2009 - menningarviðburðir (Samstarfshópur um sumarmarkað Vestfjarða).

- Klæði og kjarnakonur á Vestfjörðum - ferðasýning (Þjóðbúningafélag Vestfjarða).

 

Kr. 50.000

- Undirbúningur að hönnun lita- og sögubókar fyrir börn (Raggagarður - Fjölskyldugarður Vestfjarða).

- Sjóvettlingar, suða og sulta (Minjasafn Egils Ólafssonar).

- Hljóðverk fyrir lýsistank og örnefni (Rósa Sigrún Jónsdóttir).

 

Athugasemdir

Kristín Garðarsdóttir, laugardagur 10 oktber kl: 15:26

Góðan daginn. Ég er að leita eftir uppskrift af sjóvettlingum öðrum en sprökuvettlingum sem ég fann á netinu og er að prjóna. Þessir sprökuvettlingar eru frá Patreksfirði og frekar stórir. Ég man eftir því að amma mín prjónaði sjóvettlinga með öðru sniði og voru þeir minni um sig. Er möguleiki að einhver þarna hjá ykkur eigi uppskrift af sjóvettlingum (öðrum en sprökuvettlingum) Kveðja Kristín Garðarsdóttir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31