Tenglar

30. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Styrkir til að ráða nýútskrifaða námsmenn

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki að upphæð ein milljón hver til fyrirtækja og/eða stofnana sem eru lögaðilar á Vestfjörðum, til þess að ráða nýútskrifaðan háskólanema í nýsköpunarverkefni eða þróunarverkefni á vegum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi fram a.m.k. jafnháa upphæð í launum og launatengdum gjöldum fyrir viðkomandi starfsmanni.

 

Áhugaverðustu hugmyndirnar myndu ákjósanlegast vera um framleiðslu á nýrri vöru eða þjónustu sem hefur góða markaðsmöguleika á mörkuðum fyrir utan Vestfirði. Mjög mikilvægt er að markaðsmöguleikar séu trúverðugir, vel ígrundaðir og rökstuddir.

 

Umsóknarfrestur er til 14. maí 2014.

 

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31