19. mars 2011 |
Styrkir til atvinnusköpunar í sjávarbyggðum
Iðnaðarráðuneyti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum eftir styrkjum til verkefnisins Atvinnusköpun í sjávarbyggðum. Þó að slíkt sé ekki forsenda fyrir stuðningi er áhersla lögð á samstarf fleiri aðila eða samstarf milli héraða. Leitað er eftir verkefnum sem fela í sér ný atvinnutækifæri. Stuðningur getur m.a. falist í viðskipta- og vöruþróun, markaðssókn og erlendri markaðsfærslu.
Rafræn umsóknareyðublöð er að finna hér.
Nánari upplýsingar veitir Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.