Tenglar

16. ágúst 2016 |

Styrkir til nýsköpunar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar, einkum fyrstu stig í þróun hugmynda og fyrstu skref til markaðsaðgerða þeirra sem eru komnir lengra. Frumkvöðlar sem vilja koma hugmynd sinni á markað ættu að huga sérstaklega að þessum styrkjum, sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir.

 

Áhersla er lögð á verkefni sem skapa ný störf, styrki við klasasamstarf, hönnun og markaðssókn á erlendum vettvangi. Starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða eru reiðubúnir að hjálpa við mótun og skrif umsókna.

 

Á heimasíðu sinni gerir NMÍ grein fyrir ferlinu og hvað ekki er styrkhæft. Þar má jafnframt nálgast auglýsingu og umsóknareyðublað. Umsóknarfrestur er til 8. september.

 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31