25. ágúst 2012 |
Styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða
Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Um er að ræða styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.
Markmið verkefnisins:
- Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum, sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
- Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum.
Umsóknarfrestur rennur út 20. september.