Tenglar

11. nóvember 2010 |

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum

Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum fyrir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember. Sem fyrr verða veittar tvær tegundir styrkja. Annars vegar styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði, áætlanagerð eða hönnun. Hins vegar verða veittir styrkir til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið 50% af kostnaðaráætlun, þó aldrei hærri en 10 milljónir.

 

Nánari leiðbeiningar og umsóknareyðublöð er að finna á vef Ferðamálastofu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30