Tenglar

17. janúar 2009 |

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum 2009

Ferðamálastofa minnir á, að núna um mánaðamótin rennur út frestur til að sækja um styrki vegna úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast eins og áður í þrjá meginflokka og sérstök áhersla er lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningarstöðum ferðafólks. „Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra", segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. „Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru."

 

Styrkir skiptast í þrjá meginflokka:

 

1. Til minni verkefna:

 

Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur.

 

2. Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum:

 

Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur.

 

3. Til uppbyggingar á nýjum svæðum:

 

Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði.

 

Hverjir geta sótt um:

Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum.

 

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2009. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

 

Nánar hér á vef Ferðamálastofu um þau skilyrði sem sett eru, um gögn sem fylgja skulu og hvernig sækja skal um.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31