18. september 2014 | vefstjori@reykholar.is
Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Opið er fyrir umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2015. Umsóknarfrestur er til kl. 16 þann 14. október. Verkefni verða að uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
- Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
- Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða náttúruverndarsvæðum.
Allar nánari upplýsingar og umsóknarform eru hér á vef Ferðamálastofu.